Viðbragðsáætlun
Útg. 01
Brunaboðun
- Við fyrstu hljóðviðvörun frá eldvarnarkerfi skal haldið kyrru fyrir á námssvæði (í viðbragðsstöðu) nema reykur eða eldur sé sjáanlegur þá skal hefja rýmingu strax. Nemendum raðað í röð (stafrófsröð).
- Ef viðvörunarbjöllur frá eldvarnarkerfi eru í gangi í samfellt þrjár mínútur eða fara af stað aftur er það merki um að yfirgefa skuli bygginguna. Þegar slökkt hefur verið á viðvörunarbjöllum skal rýmingu hætt.
- Starfsmanni sem kann skýringu á falsboðum ber að koma skilaboðum til stjórnenda/ritara tafarlaust.
- Á raunverulegri hættustund fara nemendur aðeins í útiskó ef kennari telur tíma til þess en halda á eða sleppa yfirhöfnum.
Jarðskjálftavá
1. Er jarðskjálfti ríður yfir skal reyna að halda ró sinni, ekki endilega hlaupa út úr byggingunni heldur leita skjóls og halda kyrru fyrir á meðan skjálftinn gengur yfir.
2. Í jarðskjálfta gildir reglan: krjúpa-skýla-halda. Reyna að halda sér frá gluggum, en það getur verið gott að:
a) Skríða undir nálægt borð og krjúpa þar, skýla höfðinu með annarri hendi og halda um borðfót með hinni.
b)Hægt að fara út í horn og krjúpa þar, skýla höfðinu með annarri hendi og halda sé með hinni.
c)Krjúpa í hurðaropi, skýla höfðinu með annarri hönd og halda um dyrakarm.
3. Eftirskjálftar fylgja jafnan eftir jarðskjálfta og geta verið öflugir. Verið viðbúin slíkum skjálftum. Hlusta skal á útvarp og skoða leiðbeiningavef Almannavarna, https://www.almannavarnir.is/natturuva/jardskjalftar/eftir-jardskjalfta/.
Skyndihjálp
Upplýsingar og fræðsluefni er að finna á heimasíðu Rauða kross Íslands, www.skyndihjalp.is/. En í meginatriðum felst skyndihjálp í eftirfarandi fjórum liðum:
- Tryggja öryggi á vettvangi.
- Kanna eðli áverka/veikinda og fjölda sjúklinga.
- Kalla á hjálp, hringja í 112.
- Veita skyndihjálp.