Rýmingaáætlun
Útg. 01
Allir starfsmenn skólans taka þátt í rýmingu hans.
Starfsmenn rýma skólann og velja flóttaleið úr skólanum samkvæmt flóttaleiðamyndum, sem komið hefur verið fyrir í helstu rýmum skólans, og eru a.m.k. tvær flóttaleiðir mögulegar frá hverju rými. Eftir rýmingu er farið með nemendur á ákveðin söfnunarsvæði á skólalóðinni og fer hver bekkur (árgangur) á sitt afmarkaða svæði á skólalóðinni, sem skilgreint er á flóttaleiðamyndum.
Neyðarútgangar:
Eftirfarandi neyðarútgangar eru í skólanum:
- Aðalinngangur skólans að austanverðu.
- Þrjú stigahús.
- Tveir flóttastigar, einn við sitt hvorn enda skólans.
- óprými skólans á fyrstu hæð hafa opnanlegar útidyr beint út á skólalóð.
- Þrjár svalir eru á annarri hæð, þar sem einstaklingar geta safnast saman og slökkviliðsmenn munu aðstoða við að komast niður á jarðhæð með hjálp klifurstiga og/eða körfubíls.
- Biðsvæði er á sex stöðum á annarri hæð skólans þ.e.a.s. á báðum flóttastigunum, sem eru við sitt hvorn enda skólans, við útgöngudyr út á svalir og á svölunum á vesturhlið skólans, og á báðum stigunum í norðurenda skólans, sjá nánar flóttaleiðamyndir. Hreyfihamlaðir geta farið á þessi biðsvæði sem slökkviliðsmenn aðstoða svo við að komast niður og út á skólalóð. Á þessum biðsvæðum er sérstakur fjarskiptabúnaður þar sem viðkomandi getur notað til að gera vart við sig.
Skólastjórnendur og kennarar þurfa að vera vel upplýstir um bestu flóttaleiðir frá sínum rýmum.
Brunaboðun og brunavarnir:
Brunavarnakerfið er tengt viðurkenndri vaktstöð, sem vaktar kerfið allan sólarhringinn. Brunavarnarkerfið vaktar vatnsúðunarkerfi skólabyggingar og sendir rennslis- og mögulegt bilunarboð kerfisins til vaktstöðvar. Brunavarnarkerfið fer sjálfkrafa af stað ef reykskynjarar í loftræstikerfi og skólabyggingu nema reyk.
Við boðmerki frá fyrsta reykskynjara þá kemur:
- Forviðvörun til vaktmanns eða móttöku.
- Forviðvörun til viðurkenndrar vaktstöðvar.
- Hljóðmerki í viðkomandi rými.
- Allar hurðir á hurðarseglum lokast (læsast ekki).
- Brunavirkni loftræstikerfis í allri byggingunni þ.a. loftinnblástur stöðvast og brunalokur í stokkum lokast.
Ef boðmerki kemur frá:
- Öðrum reykskynjara.
- Handboða.
- Vatnsúðunarkerfi.
Eða ef forviðvörun hefur ekki verið afturkölluð innan þriggja mínútna þá fer eftirfarandi atburðarás af stað:
- Fullt boð til viðurkenndrar vaktstöðvar.
- Brunahljóðmerki hljóma í allri byggingunni.
- Rýming skólans hefst samkvæmt rýmingaráætlun.
- Sjálfvirkar reyklúgur í þaki opnast.
- Ræsir vatnsúðunarkerfið.
- Slökkviliðið mætir á staðinn og yfirtekur stjórn á vettvangi eftir að skólastjóri eða staðgengill hans hefur gefið upplýsingar um stöðu mála. Slökkviliðið sér um inndælingu inn á vatnsúðunarkerfið við aðalinngang skólans að austanverðu.
Handslökkvitæki:
Handslökkvitæki eru í helstu rýmum skólans og við flóttaleiðir, sjá staðsetningu þeirra á flóttaleiðamyndum.
Slökkvikerfi eldhúss:
Í útsogsháfum frá eldhúsi eru sjálfvirkt froðuslökkvikerfi, sem er líka hægt að virkja óháð sjáfvirkninni. Sé froðuslökkvikerfið virkjað þá slokknar sjálfkrafa á gasi og rafmagni til allra eldunartækja eldhússins sem tengjast sama háfi.
Framkvæmd rýmingar:
- Kennari/starfsmaður telur nemendur og raðar þeim í einfaldaröð (stafrófsröð) eftir viðverulista. Þá gengur hann ásamt nemendum rólega úr stofu og út um næsta útgang eða beint út á skólasvæðið hafi rýmið útgöngudyr beint út. Nemendur fari í skó og taki með sér yfirhafnir ef hægt er.
- Kennari/starfsmaður lokar stofu á eftir sér og fer með nemendur á ákveðið safnsvæði á skólalóð, þar sem hann telur nemendur aftur með nafnakalli. Safnsvæði hvers bekkjar er skilgreint á flóttaleiðamyndum.
- Kennari/starfsmenn fylgja sínum árgöngum skv. viðburðadögum.
- Ritari/staðgengill tekur með sér forfallaskrá nemenda og forfallalista starfsmanna og viðbúnaðartösku. Afhendir kennurum bekkjarlista og litaspjöld þegar komið er á söfnunarsvæði og gefur upplýsingar um forföll nemenda.
- Aðstoðarskólastjóri/staðgengill afhendir umsjónakennara hvers árgangs endurskinsvesti þegar komið er á söfnunarsvæði og merkir við starfsmenn.
- Umsjónarkennari réttir upp viðeigandi grænt/rautt spjald eftir að endurtalning hefur farið fram á lóðinni.
- Húsvörður er sendur í leit að nemanda í ákveðnu rými ef í ljós kemur að nemanda vantar, sé það mat skólastjóra, annars er það hlutverk reykkafara slökkviliðs að leita.
- Skólaliðar halda opnum útgönguleiðum, rýmaganga, salerni, miðrými á sínu svæði og fullvissa sig um að rýmingu svæðisins sé lokið. Fara síðan út ásafnasvæðið til síns árgangs.
- Yfirmaður skólamötuneytis/staðgengill athugar hvaða flóttaleið er öruggust úr matsal og beinir nemendum þangað. Fullvissar sig um að rýmingu svæðis sé lokið fer síðan á söfnunarsvæðið og gerir grein fyrir sér hjá aðstoðarskólastjóra.
- Frímínútur. Nemendur og starfsfólk fer beint á söfnunarsvæðið og þar raðar sérhver árgangur sér upp í stafrófsröð á sínu svæði.
- Sé kennslu lokið skulu þeir sem inni eru yfirgefa bygginguna og fara á söfnunarsvæðið.
Viðbúnaðartaska
Í viðbúnaðartöskunni skal vera bekkjarlistar, litaspjöld, starfsmannalisti, stundatöflur bekkja, stofutafla, skriffæri, aðstandendalisti, endurskinsvesti og gjallarhorn.
Rýmingaræfingar
Rýmingaræfingu skal a.m.k. halda einu sinni á skólaárinu eða í upphafi hvers vetrar. Viðbragðs- og rýmingaráætlun verður aðgengileg í helstu rýmum skólans, á flóttaleiðum og á heimasíðu skólans.