
Fréttasafn
-
Skólapúlsinn – niðurstöður úr nemendakönnun og starfsmannakönnun
-
Kaffihúsafundur um innra mat
-
Önnur mál
Stekkjaskóli á Selfossi óskar eftir deildarstjóra eldri deildar í 100% starfshlutfall. Ráðið verður í stöðuna frá og með 1. ágúst 2025. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér stjórnunarlega ábyrgð, þátttöku í stjórnunarteymi og að vera faglegur leiðtogi. Deildarstjóri eldri deildar mun sinna deildarstjórn í 6.-8. árgangi næsta skólaár en þegar fram í sækir í 6. – 10. árgangi.
Sjá nánar hér: Deildarstjóri eldri deildar | Stekkjaskóli
Þemadagar Stekkjaskóla verða dagana 14.-16. maí. Yfirskrift dagana er Árborg – Selfoss bærinn minn og nærumhverfi.
Nemendum verður skipt upp í 12 hópa þvert á árganga. Allir nemendur fara á sex stöðvar og hér eru drög að þeim:
- Fjöruferð á Stokkseyri
- Veggspjöld af frægu fólki
- Hjólaferð – Gesthús
- Saga Selfossbæjar
- Fjöllin í kring
- Hjólaferð – Helstu kennileiti
Nánari upplýsingar um þemadagana koma þegar nær dregur. Athugið breytta dagsetningu frá því sem áður var gefið út.
Skóladagatal Stekkjaskóla skólaárið 2025-2026 hefur verið samþykkt á kennarafundi, skólaráði og hjá fræðslu- og frístundanefnd Árborgar.
Lögbundið skólaár í grunnskóla telst vera 180 nemendadagar. Sérstakir starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm en starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru átta. Haust– og vetrarfrí eru samtals fjórir dagar og uppbrotsdagar eru samtals 10. Að auki hefur skólastjóri heimild til að skerða viðveru nemenda í allt að 10 daga á skólaárinu sem eru dagar eins og skólasetning, skólaslit, foreldradagar, haustþing kennara, síðasti dagurinn fyrir jól þegar jólaböllin eru og samstarfsfundir kennara. Allir þessir dagar eru útskýrðir með sérstökum litum á skóladagatalinu.
Sjá dagatalið hér.