Fréttasafn
Við þökkum fyrir ánægjulegt og gott samstarf á árinu sem er að líða.
Kennsla hefst á nýju ári þriðjudaginn 6. janúar 2026 samkvæmt stundatöflu.
Skrifstofa skólans opnar eftir jólaleyfi mánudaginn 5. janúar 2026.
Sjá nánar hátíðarkveðju hér.
Bestu jólakveðjur,
starfsfólk Stekkjaskóla
Nú erum við í Stekkjaskóla að fara að bæta við kennurum í starfsmannahóp skólans. Ertu með kennsluréttindi eða aðra háskólamenntun?
Umsóknarfrestur gildir út mánudaginn 8. desember.
Endilega skoðaðu auglýsinguna.
Miðvikudaginn 26. nóvember er skertur skóladagur hjá nemendum skv. skóladagatali. Þennan dag er fræðslufundur fyrir alla starfsmenn skólans sem ber yfirheitið ,,Börn á flótta”.
Skóladeginum lýkur kl. 11:10, en nemendur í 1.-4. bekk sem fara í frístund borða kl. 11:10 og verða í skipulögðu frístundastarfi á vegum skólans þar til frístundaþjónustan tekur við kl. 13:10. Því mun skertur dagur ekki hafa mikil áhrif hjá börnum sem eru í frístund.
Aðrir nemendur borða ekki hádegismat í skólanum og fara heim strax að loknum skóla kl. 11:10.
Skólaakstur
Nemendur sem búa í dreifbýlinu og eru ekki í frístund verða keyrðir heim kl. 11:10