Tímabil 3: 11. desember - 9. febrúar

01 Bland í poka

Val A

Er kennt á mánudögum og miðvikudögum kl. 12:30-13:50


01 Bland í poka

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Ósk Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Í þessu valfagi ætlum við að byrja á jólabakstri fram að jólafríi. Eftir jólafrí blöndum við saman gerbakstri, sætum bakstri og eldamennsku. Farið verður yfir umgengni og þrif. Lærum á helstu áhöld til bakstursgerðar og eldamennsku auk almenns frágangs. Auk þess verður farið yfir ýmsa þætti sem tengjast heimilishaldi.

Hæfniviðmið

  • Unnið sjálfstætt eftir uppskriftum og notað til þess algengustu mæli- og eldhúsáhöld.
  • Greint frá helstu orsökum slysa á heimilum og hvernig má koma í veg fyrir þau.
  • Nýtt margvíslega miðla til að afla upplýsinga er varða matreiðslu, næringarfræði og meðferð matvæla.
  • Farið eftir leiðbeiningum um hreinlæti og þrif tengdu heimilishaldi.
  • Skólafærni.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt vinnusemi, frumkvæði, vandvirkni, umgengni og ábyrgð eru metin.

 


02 Brotið og byggt

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Minecraft er frábær tölvuleikur sem ýtir undir skapandi hugsun og samvinnu. Í þessari valgrein spilum við Minecraft saman og leysum ýmis verkefni. Nemendur fá tækifæri til að nýta sköpunarkrafta sína saman.

Hæfniviðmið

  • Nýtt fjölbreyttar leiðir og leitarvélar við markvissa öflun upplýsinga við hæfi.
  • Nýtt hugbúnað og forrit við einfalda uppbyggingu og uppsetningu ritsmíða.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við einfalda framsetningu á tölulegum gögnum.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.
  • Nýtt hugbúnað/forrit við vefsmíðar.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin. Einnig er horft til vinnusemi, frumkvæðis, vandvirkni, umgengni og ábyrgðar.

 


03 Þrykk og skrauskrift

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Eyrún Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Viðfangsefni námskeiðsins er ýmsar þrykk-aðferðir á gelplötu, svo sem stensilþrykk, stimpilþrykk, pappaþrykk.

Skrift: mismunandi leturgerðir og skrautskrift, skriftaráhöld og fleira.

Einnig verða teknir nokkrir fyrstu tímarnir í að útbúa jólaglugga skólans.

Hæfniviðmið

  • Nemandi getur notað mismunandi efni og miðla á skipulagðan hátt í eigin sköpun
  • Nemandi getur byggt listsköpun á hugmyndavinnu tengdri rannsóknum og reynslu
  • Nemandi getur hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt verkefni
  • Nmenandi getur beitt hugtökum og heitum sem tengjast aðferðum hvers verkefnis
  • Nemandi getur tekið tillit til annarra í hópavinnu og sýnt frumkvæði.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.


04 Skiltagerð og þæfing

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Hildur Þorkelsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur búa til skilti að eigin vali þar sem notaður er vinyl og málning.

Nemendur útfæra mynd út frá skissu eða mynd af neti og notast er við blautþæfingu, þurrþæfingu og útsaum. Þæfða myndin er síðan útfærð sem púði eða veggmynd eftir því hvað nemendu vilja.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur kynnist eiginleikum vinyls í textíl og hvaða möguleika það gefur
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að fullgerðum hlut
  • Að nemendur kynnist ólíkum aðferðum í þæfingu
  • Að nemendur kynnist nokkrum tegundum útsaumsspora

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


05 Spil og leikir

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur smíða spil eða önnur verkefni sem henta til leikja úti eða inni.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur noti ólíkan efnivið, ómeðhöndlaðan nýjan við í bland við unnið timbur
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut
  • Að nemendur læri að nota verkfæri við hæfi, beita þeim rétt og rétta umhirðu þeirra.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


06 Leiklist og framkoma

Tímafjöldi: 2x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Auður María Óskarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Áfanginn felur í sér þjálfun nemenda í framkomu, aukningu á sjálfstrausti og hjálpar þeim við að stíga út fyrir þægindarammann.

Í áfanganum fá nemendur að skrifa handrit að leikriti og leika það fyrir framan hópinn, ásamt því að farið verður í leiki, ljóð lesin, unnið með spuna og fleira. Samhliða því fá nemendur þjálfun í radd- og líkamsbeitingu.

Hæfniviðmið/markmið 

  • Markmiðið er að efla sjálfstraust og sköpunargleði og að í lok áfangans geti nemendur komið fram fyrir framan hópinn.

Námsmat

Áfanginn verður metinn með símati, þar sem litið verður til þátttöku og virkni nemenda.

 



Val B

Er kennt á fimmtudögum kl. 08:10-09:30


01 Yoga og hugleiðsla

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Kristbjarnardóttir
Hámarksfjöldi: 10 nemendur

Í þessu valfagi er lögð áhersla á velferðarkennslu. Unnin verða einföld verkefni sem snúa að vellíðan og sjálfsmynd, farið í jóga og samvinnuleiki. Eins verður lögð áhersla á að nemendur kynnist því að endurnærast með því að koma kyrrð á hugann.

Undir einum af sex þáttum menntunar, sem Aðalnámsrá grunnskóla er reist á, er að finna þáttinn Heilbrigði og velferð. Þar er lögð áhersla á að grunnskólabörn hafi þörf fyrir næðisstund í skólanum og geti notið hvíldar. Að börn læri að slaka á og fái tíma til að hvílast.

Hæfniviðmið

  • Sýni öðrum kurteisi og virðingu.
  • Efli vellíðan og jákvæða félagslega hegðun.
  • Kynnist jóga og núvitund.
  • Geti tekið þátt í slökun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat þar sem hæfniviðmið eru metin ásamt þáttöku í tímum.

 


02 Kvikmyndaval

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Leifur Viðarsson
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Við horfum saman á nokkrar klassískar bíómyndir og verðum svo með umræður um myndirnar. Rætt verður um allt á milli himins og jarðar og hvernig fólk bregst á misjafnan hátt við ýmsum hlutum.

Hæfniviðmið

  • Að kynnast sögu kvikmynda og læra af efni þeirra og tíma.
  • Að ræða saman á gagnrýnin hátt um fólk og þeirra upplifun.

Námsmat

Símat og leiðsagnarmat ásamt þáttöku í tímum.

 


03 Stuttmyndagerð

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 7 vikur
Kennari: Hermína Íris Helgadóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Það að gera stuttmynd reynir á og þjálfar mjög fjölbreytta hæfni og gerir þig um leið læsari á þann mikilvæga miðil sem kvikmynd er.

Í þessu vali förum við í gegnum hvernig er best að fara að þegar maður býr til stuttmyndir og búum til okkar eigin myndir.

Markmið

  • Að nemandi geti sýnt sjálfstæði í vinnubrögðum undir leiðsögn og í samvinnu með öðrum.
  • Að nemandi geti nýtt sér mismunandi tæknibúnað á hagkvæman og fjölbreyttan hátt.
  • Að nemandi geti nýtt hugbúnað/forrit við myndvinnslu, gerð stuttmynda og hljóð- og tónvinnslu.

Námsmat

Leiðsagnarmat og sjálfsmat ásamt virkni í tímum.

 


04 Kruðerí

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Elín Ása Magnúsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Hérna ætlum við að baka ýmsar gerðir af bakkelsi, til að mynda kryddbrauð, smákökur og múffur.okin.

Markmið:

  • Að nemendur…
  • Sýni samnemendum og kennara virðingu og góða framkomu
  • Fylgja fyrirmælum og fara eftir uppskriftum
  • Tileinki sér góð vinnubrögð og hreinlæti
  • Þjálfast í samvinnu sem og sjálfstæðum vinnubrögðum
  • Auki áhuga sinn fyrir mismunandi bakstri.

Námsmat

Leiðsagnarmat, sjálfsmat og jafningjamat út frá hæfniviðmiðum Aðalnámskrá grunnskóla.

 


05 Hljóðfæraleikur

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Lilja Írena H. Guðnadóttir
Hámarksfjöldi: 8 nemendur

Við munum prufa hljóðfæri tónmenntastofunnar. Við eigum ásláttarhljóðfæri, tónrör, úkúlele, gítar, hljómborð og blokkflautur. Við munum leggja áherslu á það sem nemendur sýna sjálfir áhuga á, mögulega semja lög og/eða búa til hljómsveit eða spila í nokkrum minni hópum.

Markmið

  • Þekki mismunandi hljóðfæri.
  • Geti spilað á nokkur einföld hljóðfæri.
  • Geti meðhöndlað hljóðfæri af varfærni.
  • Geti unnið í hóp, sýnt tillitssemi og hvatt aðra áfram.
  • Vinni með tónhæð, hljóðstyrk, takt, nótnalengd, laglínur og rytma.

Námsmat

Leiðsagnarmat, verkefnavinna á veggspjöldum og virkni í tímum.

 


06 Fegrum herbergið okkar

Tímafjöldi: 1x2 kennslustundir í viku í 8 vikur
Kennari: Þuríður Ingvarsdóttir
Hámarksfjöldi: 12 nemendur

Nemendur læra grunnatriði í teikniforriti og hanna/teikna sinn eigin hlut til framleiðslu í 3D-prentara og laserskera. Áhersla lögð á eigin teikningu og hönnun.

Hæfniviðmið

  • Að nemendur læri grunnatriði í tölvuteikningu.
  • Að nemendur vinni hugmynd frá skissu að tilbúnum hlut.
  • Að nemendur hanni skraut fyrir híbýli innan ákveðinna marka.

Námsmat

Leiðsagnarmat og símat.

 


Valseðill

Nemendur þurfa að fylla út valseðil heima hjá sér með foreldri eða forráðamanni og fá undirskrift þeirra.

Reynt er eftir fremsa megni að veita öllum fyrsta val en það getur komið upp að það takist ekki. Ef svo þá er farið í annað val og svo þriðja. Passað er upp val nemenda dreifist jafnt yfir veturinn.

Ef þið hafið einhverjar athugasemdir eða spurningar þá vinsamlegast sendið línu á leifur@stekkjaskoli.is